Rannsóknir

Gagnagrunnur um samfélagsgerð Íslands 1703 (GUS-1703) er smíðaður í rannsóknarverkefni sem sjö manna hópur sagnfræðinga og landfræðinga hefur unnið að í Háskóla Íslands síðan 2017. Stjórnandi verkefnisins er Guðmundur Jónsson. Markmið rannsóknar er að afla þekkingar og skilnings á lífsháttum og félagsgerð bændasamfélagsins fyrr á öldum og eru árin í kringum aldamótin 1700 í brennidepli vegna einstaklega ítarlegra skýrslna um þjóðarhagi frá þessum tíma. Um rannsóknina má fræðast á vefsíðu hennar.

Afrakstur rannsóknarinnar er kominn út á bók sem heitir Ástand Íslands um 1700. Lífshættir í bændasamfélagi. Bókin er er gefin út af Sögufélagi í ritstjórn Guðmundar Jónssonar.

Þátttakendur

Þátttakendur í rannsókninni og höfundar bókar eru:

  • Árni Daníel Júlíusson, sérfræðingur við Sagnfræði¬stofnun H.Í.
  • Björgvin Sigurðsson, hugbúnaðarsérfræðingur hjá Samtökum sveitarfélaga
  • Guðmundur Jónsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands
  • Ingibjörg Jónsdóttir, dósent í landfræði við H.Í.
  • Ólöf Garðarsdóttir, prófessor í félagssögu í H.Í.
  • Óskar Guðlaugsson, doktorsnemi í sagnfræði við H.Í.
  • Sigríður Hjördís Jörundsdóttir, skjalavörður á Þjóðskjalasafni Íslands.