Velkomin
Í gagnagrunni um samfélagsgerð Íslands 1703 (GUS-1703) eru fjölbreyttar upplýsingar um Íslendinga og íslenskt samfélag í byrjun 18. aldar. Hann er unninn í tengslum við rannsókn sjö sagnfræðinga og landfræðinga í rannsóknarverkefninu Undirstöður landbúnaðarsamfélagsins. Niðurstöður rannsóknarinnar eru birtar í bókinni Ástand Íslands um 1700. Lífshættir í bændasamfélagi. Um gagnagrunninn má fræðast nánar í bókinni.
Gagnagrunnurinn hefur að geyma samtengdar og landfræðilega hnitaðar upplýsingar um íbúa landsins, fjölskyldur, heimili, jarðir og búfé. Upplýsingarnar eru aðallega fengnar úr manntalinu 1703, kvikfjártalinu 1703 og Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1702–1714.
Vefurinn er í fimm hlutum:
- Kortasjá: Lögbýli á Íslandi 1703: Staðsetning býla og helstu upplýsingar um þau, svo sem íbúafjölda, búfénað og jarðamat. Einnig er hægt að gera ýmsar greiningar á gögnunum, t.d. fá heildartölur fyrir hreppa og sýslur eða rýna í dreifingarmynstur.
- Gagnagrunnur sýnir býli og búfé á jörðum eftir hreppum og sýslum. Þar verður hægt að hlaða niður efni úr grunninum.
- Ástand Íslands um 1700 sýnir tölur, myndrit og kort sem birt eru í bókinni Ástand Íslands um 1700. Hægt er að hlaða þessu efni niður.
- Heimildir og gagnalýsing. Á síðunni er gerð grein fyrir heimildum og gögnum gagnagrunnsins lýst.
- Rannsóknin. Á síðunni segir frá rannsókninni og þeim sem tóku þátt í henni.
GUS-1703 verður öllum opinn og mun nýtast sem fróðleiksbrunnur og öflugt rannsóknartæki. Notendum vefsins ber að virða höfundarrétt og vísa til gagnagrunnsins á birtingu efnis á eftirfarandi hátt:
GUS-1703. Gagnagrunnur um samfélagsgerð Íslands 1703 (GUS-1703) https://1703.is.
Kortasjá
Í kortasjánni er unnt að skoða ýmsar upplýsingar úr GUS 1703 á landakorti. Kortasjáin auðveldar yfirsýn yfir gögnin og gerir notendum kleift að skoða landfræðilega dreifingu gagna.
Aðalkortið sýnir Ísland. Hægt er að þysja (zoom) inn og út af kortinu með því að nota músartakka eða + og – tákn ofarlega á kortinu.
Þegar smellt er á Basemap táknið ofarlega til vinstri fást fleiri valmöguleikar um bakgrunnskort eða myndefni.
instra megin við kortið er efnisyfirlit með nokkrum kortaþekjum. Hægt að haka við ákveðnar þekjur til að láta þær birtast eða hverfa. Ef hakað er við tiltekna þekju, til dæmis punkta sem sýna lögbýli á landinu, má smella á hvern punkt fyrir sig og þá birtist tafla með upplýsingum um viðkomandi lögbýli.
Breyta má útliti hverrar þekju, til dæmis sýna með misstórum táknum fjölda fólks á hverju lögbýli. Einnig er hægt að gera ýmsar greiningar á gögnunum, til dæmis búa til svokallað hitakort þar sem þéttleiki gagna er mestur.
Gagnagrunnur
Á vefsíðunni er hægt að skoða og hlaða niður töflum, myndritum og kortum sem birt eru í bókinni Ástand Íslands um 1700, lífshættir í bændasamfélagi. Auk þess eru nokkrar töflur sem eru ekki í bókinni og eru þær auðkenndar með bókstaf í titli. Töflurnar eru Excel-formi, myndrit í pdf-formi og kort í jpg.formi.