Gagnagrunnur um samfélagsgerð Íslands 1703

Á þessum vef er miðlað upplýsingum úr Gagnagrunni um samfélagsgerð Íslands 1703 (GUS-1703). Í honum eru samtengdar og landfræðilega hnitaðar upplýsingar um íslenskt samfélag við upphaf 18. aldar: einstaklinga, fjölskyldur, heimili, jarðir og búfé. GUS-1703 er unninn af sjö sagnfræðingum og landfræðingum í rannsóknarverkefninu Undirstöður landbúnaðarsamfélagsins. Fjölskylda og heimilisbúskapur á Íslandi í byrjun 18. aldar í Háskóla Íslands. Gögnin eru fengin úr manntalinu 1703, kvikfjártalinu 1703 og Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Jónssonar Vídalíns 1702–1714. Niðurstöður rannsóknarinnar eru birtar í bókinni Ástand Íslands um 1700. Lífshættir í bændasamfélagi (Sögufélag, 2024).

Vefurinn er í fjórum hlutum: Kortasjá, Gagnagrunnur, Töflur, myndrit og kort; Um gögnin og rannsóknina. Notendum vefsins ber að virða höfundarrétt og vísa til gagnagrunnsins á viðeigandi hátt. Til vefsins almennt og upplýsinga sem þar koma fram skal vísa á eftirfarandi hátt:

  • GUS-1703. Gagnagrunnur um samfélagsgerð Íslands 1703 (GUS-1703) https://dev.1703.is

Til upplýsinga á síðunni Töflur, myndrit og kort skal vísa á eftirfarandi hátt:

  •    Guðmundur Jónsson, ritstj. Ástand Íslands um 1700. Lífshættir í bændasamfélagi (Sögufélag: Reykjavík,  2024), [bls.].