Í Gagnagrunni eru talnagögn úr GUS-1703 sýnd á myndrænan hátt í mælaborðum. Mælaborðin þrjú sýna fjölda íbúa, býli og jarðir og búfé í hreppum, sýslum og á landinu öllu. Auk þess er gagnatafla sem sýnir lögbýli, íbúa þeirra eftir heimilum og búfé á jörðinni, skipt niður á hreppa og sýslur.